Hátíðar karamelluís Ebbu Guðnýjar

Home / Eftirréttir & ís / Hátíðar karamelluís Ebbu Guðnýjar

ebba1

Hún Ebba Guðný er landsmönnum vel þekkt enda hefur hún í mörg ár glatt okkur með hollum og girnilegum uppskriftum, heillað okkur með skemmtilegri og notalegri framkomu í sjónvarpi með matreiðsluþættina Eldað með Ebbu ásamt því að hafa gefið út nokkrar matreiðslubækur. Hún Ebba gerði þennan girnilega hátíðar karmelluís á dögunum og fannst ekkert sjálfsagðara en að lesendur GulurRauðurGrænn&salt fengju nú að njóta uppskriftarinnar.  Ísinn er með karamellusúkkulaði, mórberjum, dökku súkkulaði og karamellustevíu og mun örugglega vekja lukku í boðinu.

ebba
Ís með kararamellusúkkulaði,mórberjum dökku súkkulaði og karamellustevíu!

Hátíðar karamelluís
400 ml rjómi
2 egg
100 g pálmasykur
10 dropar Via Health karamellustevía (eða vanillustevía)
30 g mórber, hökkuð (í blandara t.d.) – má sleppa en voða gott að hafa þau með
100 g dökkt karamellusúkkulaði, lífrænt
50 g dökkt súkkulaði (þarf ekki en á jólunum er það indælt)

  1. Þeytið rjómann – og setjið hann í skál.
  2. Þeytið vel saman egg og sætu. Hakkið mórber í blandaranum. Saxið súkkulaðið.
  3. Hrærið öllu sæmilega varlega saman
  4. Setjið í frystinn (reyndar er ísinn líka góður ekki alveg frosinn).

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.