Drykkurinn sem gefur lífinu lit

Home / Boozt & drykkir / Drykkurinn sem gefur lífinu lit

Uppskriftin af þessari orkubombu birtist í Heilsublaði Morgunblaðsins fyrir skömmu. Ég hef bragðað marga drykkina en þessi stendur klárlega uppúr og það er ósjaldan sem ég byrja daginn á þessari snilld. Drykkurinn er stútfullur af góðri næringu og inniheldur m.a. bláber, kókosvatn, banana, engifer, lime, kókosflögur og hnetur og hjálpa ykkur við að fara vel inn í daginn. Drekkið þennan á hverjum degi í nokkra daga og þið munuð finna fyrir jákvæðum áhrifum hans.

IMG_6604

Orkubomba í glasi
150 g bláber, má nota frosin
120 ml kókosvatn
1 banani, frosinn
engiferbiti, ca. 3 cm
safi úr einu lime
2 msk kókosflögur
handfylli valhnetur

  1. Setjið öll hráefnin í blandara og blandið vel saman í um eina mínútu. Hellið í glas og drekkið.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.