Austurlensk kjúklingasúpa með kókosmjólk og chilí

Home / Fljótlegt / Austurlensk kjúklingasúpa með kókosmjólk og chilí

Á þessum dimmu dögum er fátt betra en að gæða sér á góðri súpu og ekki verra ef hún er litrík, því litirnir hafa jákvæð áhrif á okkur. Þessi austurlenska kjúklingasúpa er bæði heilnæm, holl og bragðmikil og er að auki sérstaklega einföld í gerð. Í hana er notað chilímauk og fyrir þá sem vilja hafa hana extra bragðmikla þá er lítið mál að bæta út í hana meira chilímauki því það er ekkert verra að mínu mati ef hún rífur vel í. Þessi svíkur engan – njótið vel.

IMG_6546

Austurlensk kjúklingasúpa með kókosmjólk og chilí
900 ml kjúklingasoð (eða 900 ml vatn + 2 kjúklingateningar)
400 ml kókosmjólk
1 tsk sykur
1-2  tsk chilímauk, t.d. minched chily frá Blue dragon
1 tsk hvítlauksmauk, t.d. minched garlic frá Blue dragon
fínrifinn börkur af 1 lime
2 msk límónusafi
1 kjúklingabringa, elduð og skorin í litla bita
200 g sveppir
1 tómatur, saxaður
2 msk fiskisósa, t.d. fish sauce frá Blue dragon
½ búnt kóríander, saxað

Setjið kjúklingasoð og kókosmjólk saman í pott og hitið við vægan hita. Hrærið sykri, chilí- og hvítlauksmauki saman við ásamt fínrifnum berki af límónu. Setjið lokið á pottinn og hitið að suðu. Bætið kjúklingi, sveppum og tómati út í og hrærið af og til í súpunni í ca. 5 mínútur. Bætið að lokum límónusafa og fiskisósunni saman við súpuna í lokin. Berið fram og njótið.

Til að gera súpuna enn matarmeiri er kjörið að bæta saman við hana soðnum núðlum.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.