Partývænir lambaborgarar í sætkartöflu”brauði”

Home / Kjöt / Partývænir lambaborgarar í sætkartöflu”brauði”

Sumarið er tíminn sagði einhver og Eurovision er að mínu mati fyrsti í sumri. Þá skín sólin (næææær undantekningalaust), vinir og fjölskyldur koma saman og hlusta á fullt af misgóðum lögum, hlæja og síðast en ekki síst borða góðan mat. Jebbs þið eruð að lesa mig rétt..ég elllska Eurovision :) #ísland #12stig #Islande #dupva.

Innblásin af öllu því frábæra sem eurovision færir manni gerði ég á dögunum smáborgara að fyrirmynd thekitchn en borgararnir henta nefninlega sérstaklega vel í partýin sem framundan eru. Smáborgararnir eru gerðir úr lambahakki, en ég fagna því mjög að loksins sé hægt að kaupa lambahakk á Íslandi. Ég er sjálf farin að nota það í auknu mæli í matargerð enda er tilbreytingin góð og í þessari uppskrift setur það punktinn yfir i-ið. Með borgurunum eru stökkar sætkartöflur, fersk basilíka, tómatar, rauðlaukur, grísk jógúrt og chilímauk….delish!

Njótið vel, gleðilegt sumar og áfram Ísland :)

 

IMG_9840

IMG_9841

IMG_9850

IMG_9854

Partývænir lambaborgarar í sætkartöflu”brauði”
ca. 14-16 stk
500 g lambahakk
3 hvítlauksrif, pressuð
1 tsk kóríanderkrydd
2 tsk cuminkrydd (ath ekki kúmen)
¾ tsk salt
½ tsk pipar
1 egg, léttþeytt
25 g brauðrasp
25 g steinselja (eða kóríander), saxað smátt

2 sætar meðalstórar kartöflur, skornar í sneiðar
ólífuolía
salt
pipar

fersk basilíka (má líka nota kál í staðin, t.d. klettakál, en basilíkan er voðalega góð)
2 tómatar, skornir í þunnar sneiðar
2 rauðlaukar, skornir í þunnar sneiðar
grísk jógúrt
ostur að eigin vali
chilímauk, t.d. minched chilí frá Blue dragon

  1. Blandið lambahakki, kryddum, salti, pipar, eggi, brauðmylsnum, steinselju (eða kóríander) og hvítlauk saman í skál og hrærið vel saman. Hægt er að gera þetta kvöldinu áður og geyma í ísskáp yfir nótt. Þegar ykkur hentar, búið þá til lítil hamborgarabuff sem passa saman við stærðina á kartöfluskífunum. Athugið að þau skreppa aðeins saman við eldun.
  2. Raðið kartöfluskífunum á ofnplötu með smjörpappír. Hellið olíu yfir kartöfluskífurnar og kryddið með salti og pipar.Bakið við 220°c í um 20-30 mínútur, snúið einu sinni við í millitíðinni og hellið örlítið meira af olíu yfir. Takið út þegar þær eru stökkar að utan en fulleldaðar að innan.
  3. Grillið lambaborgarana á um 2 mínútur á hvorri hlið, látið ostinn á í lok eldunar.
  4. Raðið borgaranum saman, fyrst kartöfluskífa, fersk basilíka (1-3 lauf), tómatsneið, rauðlaukur, grísk jógúrt (ca 1-2 tsk eftir smekk), lambaborgarinn, ½-1 tsk chilímauk.
  5. Tannstönglar settir í miðju borgarans.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.