Fiskréttur með eplum, beikoni og bræddum camembertosti

Home / Fiskur / Fiskréttur með eplum, beikoni og bræddum camembertosti

Hér er á ferðinni fiskréttur fyrir lúxusgrísi og nautnaseggi með meiru sem láta sér engan veginn nægja að fá soðna ýsu. Einfaldur en gjörsamlega ómótstæðilegur fiskréttur með eplum, beikoni og bræddum camembertosti sem gleður!

IMG_3324 IMG_3338

Fiskréttur með eplum, beikoni og bræddum camembertosti
3 græn epli, afhýdd og skorin í bita
1 paprika (græn eða rauð), skorin í bita
6-7 sneiðar beikon
Smjör
ca. 800 g ýsa
Hveiti
Pipar
Salt
1 stk Camembert-ostur
Rifinn ostur

  1. Skerið beikonið í 3-4 bita (hver sneið) og steikið í smjöri þar til það er orðið glært.
  2. Skerið ýsuflakið í litla bita og veltið því upp úr hveiti, pipar og salti. Steikið við vægan hita.
  3. Allt er síðan látið í eldfast mót og Camembert-ostur er látinn í litlum bitum hér og þar ofan á. Dreifið að lokum rifnum osti yfir allt.
  4. Hitið í 20-30 mínútur við 180°c

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.