Grillaður thai kjúklingur

Home / Uncategorized / Grillaður thai kjúklingur

Ég hef löngum verið þekkt fyrir áhuga minn á tælenskri matargerð. Hann þykir mér bæði einfaldur í gerð en um leið oft á tíðum meinhollur. Einhvernveginn hafði ég þó ekki tengt þessa matargerð grilltíðinni, en hér verður breyting á því. Hér er kjúklingurinn látinn marinerast í kryddjurtum, hvítlauki og sósum frá deSiam sem býður upp á allt sem þarf til fyrir tælenska matargerð. Hér er á ferðinni grillréttur sem nostrar við bragðlaukana. Njótið vel!

IMG_9930

IMG_9973

 

Grillaður thai kjúklingur
4 kjúklingabringur (líka gott að nota kjúklingalæri 2-3 stk fyrir hverja bringu)
1/2 búnt kóríander
4 hvítlauksrif
2 msk púðusykur
1/2 tsk pipar
2 msk fiskisósa, t.d. Fish sauce frá deSIAM
1 msk soyasósa, t.d. frá deSiam

Sem meðlæti

sweet chili sósa, t.d. sweet chili sauce frá deSIAM

  1. Blandið með töfrasprota eða í matvinnsluvél kóríander, hvítlauk, sykur, pipar, fiskisósu og soyasósu þar til þetta er orðið að mauki. Hellið marineringunni yfir kjúklinginn og marinerið í amk 30 mínútur.
  2. Grillið kjúklinginn í um 4-5 mínútur á hvorri hlið eða þar til hann er eldaður í gegn. Berið fram með sweet chilí sósu, núðlum, grænmeti og/eða góðu salati.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.