Rosaleg sælgætiskaka með karmellu Rice Krispies

Home / Uncategorized / Rosaleg sælgætiskaka með karmellu Rice Krispies

Þessi ljúffenga sælgætiskaka var í eftirrétt í einu matarboði sem ég hélt á dögunum, gerð á degi þar sem sykurlöngunin var í einhverju sögulegu hámarki. Það dylst engum að kakan er bomba, en góð er hún…meira að segja hættulega góð.

IMG_0145

 

Sælgætiskaka með karmellu Rice Krispies
Botn
100 g suðusúkkulaði
80 g smjör
3 msk sýróp
150 g rjómakúlur
200 g Rice Krispies

  1. Bræðið smjör, súkkulaði, sýróp í potti við vægan hita þar til allt hefur blandast saman og bráðnað.
  2. Bætið því næst Rice Krispies saman við og blandið vel saman. Setjið í form og kælið í um klukkustund.

Fylling
250 ml rjómi
1 poki karmellu Nóa Kropp

  1. Setjið Nóa kroppið í poka og berjið í hann þannig að það myljist gróflega. Bætið saman við þeyttan rjómann.

Marengs
100 g sykur
100 g púðusykur
3 eggjahvítur
1 Risa Hraun, saxað smátt

  1. Hrærið sykri, púðursykri og eggjum saman í dágóðan tíma (5-10 mínútur) þar til marengsinn er orðinn stífþeyttur.
  2. Blandið grófsöxuðu Hrauni saman við með sleif. Setjið marengs á smjörpappír og bakið í 150°c heitum ofni í um 30-40 mínútur.

Súkkulaðikarmellusósa
1 poki Dumble karmellur, með dökku súkkulaði
2-3 msk rjómi

  1. Setjið karmellur og rjóma saman í pott og bræðið saman við vægan hita. Setjið kökuna saman með því að láta fyrst Rice Krispies botninn, því næst rjómafyllinguna, svo marengs. Setjið því næst ávexti að eigin vali yfir marengsinn ásamt súkkulaðikarmellusósu.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.