Hollar haframjölsbollur

Home / Brauð & samlokur / Hollar haframjölsbollur

Hver elskar ekki nýbakaðar brauðbollur? Hér er á ferðinni uppsrift að brauðbollum sem ég hreinlega elska. Þær  eru hollar og ótrúlega bragðgóðar og á mínu heimili er slegist um síðustu bolluna…..svo mikið kósý eitthvað!

IMG_2565

 

Hollar haframjölsbollur
2 dl haframjöl
1 ½ dl sólkjarnafræ
1 ½ dl hörfræ
6 dl vatn
5 dl súrmjólk
1 (11.8 g) pakki þurrger
1 ½ tsk gróft salt
2 msk hunang (eða agavesýróp)
½ dl olía
2 egg
4 dl heilhveiti (meira eftir þörfum) * ATH. hér vantar augljóslega mikið hveiti..bætið þar til þetta líkist venjulegu deigi. Mun uppfæra hana fljótlega.
1/2 dl hveitiklíð

  1. Setjið haframjöl, fræinog vatn saman í pott og sjóðið í eina mínútu. Takið af hitanum og bætið mjólk, salti og hunangi, eggi og olíu saman við. Þegar blandan er orðin fingurvolg (37°c) bætið þá gerinu saman við. Hrærið því næst hveiti saman við og hnoðið vel.
  2. Látið deigið hefast  á volgum  stað í amk 1 klukkustund. Hnoðið og mótið um 40 bollur. Setjið þær á ofnplötu með smjörpappír og látið hefast í 15-20 mínútur.
  3. Penslið bollurnar með léttpískuðu eggi og stráið fræjum yfir. Setjið í 225°c heitan ofn og bakið í um 15 mínútur eða þar  til bollurnar eru orðnar gylltar.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.