Hvernig hljómar súkkulaðihristingur í morgunmat, hollur og það með súkkulaðibragði. Hljómar aðeins of vel í mínum eyrum og það getur bara vel verið að ég hafi verið að finna minn uppáhalds morgunsjeik. Hreint kakó dregur úr sykurlöngun en út í hann bæti ég próteini eftir góða æfingu en því má sleppa ef ykkur hugnast það betur. Snilldin ein og kemur ykkur vel af stað inn í daginn.
Súkkulaðihristingur í morgunmat
fyrir einn
180 ml vatn
2 msk hempfræ
2 msk kakóduft
¼ tsk sjávarsalt
1 tsk vanilludropar
1 skeið vanilluprótein (má sleppa)
2 frosnir bananar
- Setjið vatn og hempfræ í blanara og látið hann vinna í um 45 sekúntur eða þar til þið hafið mjólkurkennda áferð.
- Bætið því næst afganginum af hráefnunum saman við og vinnið þar til blandan er orðin mjúk.
Leave a Reply