Vonandi áttu þið öll góða páska, þar sem þið gædduð ykkur á góðum mat í enn betri félagsskap. Ég naut mín að minnsta kosti í botn í mat, drykk, góðum félagsskap og yndislegu umhverfi í Austurríki þar sem ég var í skíðaferð. Fyrir alla skíðaáhugamenn sem hafa ekki látið verða af því að skíða erlendis...
Tag: <span>foodblog</span>
Ómótstæðileg Oreo ostakaka á 15 mínútum
Fyrir þá sem elska Oreokexkökur og eftirrétti án mikillar fyrirhafnar kemur enn ein snilldin. Hér er á ferðinni eftirréttur sem hefur í mörg ár gengið á milli manna og allir hafa lofað. Hér breyti ég aðeins uppskriftinni og læt sýrðan rjóma í stað rjómaosts og svei mér það ef hún verður ekki við það enn...
Snúðar betri en úr bakaríi
Fyrir alla þá sem elska stóra og mjúka snúða með súkkulaðiglassúr að þá getið þið glaðst sérstaklega því næsti gestabloggari er hún Valgerður Gréta Guðmundsdóttir sem heldur úti girnilega blogginu Eldhúsið hennar Völlu. Á blogginu birtir hún uppskriftir sem eru fjölbreyttar, stundum hollar, bragðgóðar og umfram allt rétti úr aðgengilegu hráefni sem flestir ættu að...
Huggulegur haustmatur lambaskankar með rótargrænmeti
Leyfið mér að kynna nýja æðið mitt, lambaskanka. Dásamlegur “comfort food” sem smellpassar á dimmum rigningardegi, við kertaljós og rauðvínsglas. Lambaskankar með rótargrænmeti 2 lambaskankar salt 2 msk ólífuolía 1 laukur, saxaður 3 gulrætur, saxaðar 2 sellerístilkar, saxaðir 4 kartöflur, skornar í fernt 1 hvítlauksrif, pressað 300 ml vatn + 1 lambateningur 1 tsk timíankrydd...
“Thai style” kjúklingatortilla í hnetusmjörsósu
Ég kvaddi föður minn um daginn þegar hann lagði af stað til Tælands þar sem hann býr hálft árið. Ég gat ekki annað en rifjað upp þegar ég naut jólanna þar til hins ítrasta borðaði holla og góða matinn þeirra ásamt einstaka Chang öli á ströndinni í 30 stiga hita. Ahhh “sweet life” og erfitt...
Súkkulaðihristingur í morgunmat
Hvernig hljómar súkkulaðihristingur í morgunmat, hollur og það með súkkulaðibragði. Hljómar aðeins of vel í mínum eyrum og það getur bara vel verið að ég hafi verið að finna minn uppáhalds morgunsjeik. Hreint kakó dregur úr sykurlöngun en út í hann bæti ég próteini eftir góða æfingu en því má sleppa ef ykkur hugnast það...