Rósmarín hnetublanda

Home / eggjalaust / Rósmarín hnetublanda

Hún Björg vinkona mín gaf mér uppskriftina af þessum æðislegu jólahnetum og hafa þær verið ómissandi partur af jólaundirbúningnum síðan. Ef þið eruð að leita að einhverju heimagerðu til að gefa í gjafir þá eru þessar hnetur algerlega fullkomnar í það. Ég hef gefið fjölskyldu og vinum nokkrum sinnum krukkur með ristuðum rósmarín hnetum í fyrir jólin og um daginn prófaði ég líka að setja þær í gjafapoka og gaf samstarfsfélögum mínum. Uppskriftin gæti ekki verið einfaldari og tekur eldamennskan bara um 15 mínútur. Ég mæli eindregið með því að þið prófið að útbúa svona hnetur hvort sem þið gerið það til að gefa fólkinu í kringum ykkur eða bara til að setja í skál og maula yfir góðri jólamynd.

Kveðja,
Anna Rut

hnetur1

hnetur3

 

Rósmarín hnetublanda
600 gr ósaltaðar hnetur og möndlur, t.d. frá Himneskri Hollustu (ég nota pekanhnetur, kasjúhnetur, brasilíuhnetur og möndlur)
3 msk ferskt rósmarín, smátt saxað
1/2 – 3/4 tsk cayenne pipar (eftir smekk)
3 tsk dökkur púðursykur eða dökkur hrásykur
3 tsk maldon salt
3 msk smjör brætt

  1. Hitið ofninn í 190°c.
  2. Bræðið smjörið og saxið rósmarínið smátt.
  3. Blandið smjörinu, sykrinum, saltinu og cayenne piparnum vel saman.
  4. Hrærið kryddaða smjörinu saman við hnetublönduna.
  5. Dreifið úr hnetunum á bökunarplötu með smjörpappír og ristið í ofninum í sirka 10 – 12 mínútur, þar til þær eru orðnar gylltar á lit. Hrærið nokkrum sinnum í hnetunum á meðan þær ristast.
  6. Takið hneturnar úr ofninum og leyfið þeim að kólna örlítið áður en þú setur þær í krukku eða poka.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.