Asískt kjúklingasalat með himneskri dressingu

Home / Fljótlegt / Asískt kjúklingasalat með himneskri dressingu

Í þessu einfalda kjúklingasalati liggur galdurinn í dressingunni. Hver hefði trúað að auðmjúkt hnetusmjör geti djassað svona vel upp kjúklingasalat? Hvort sem er gróft eða fínt, lífrænt og „hollara en venjulegt“ eða bara gamla góða Peter Pan í plastkrukkunum – skiptir ekki máli: hnetusmjörið gerir þetta salat að því sem það er!

kjulli

Asísk kjúklingasalat með himneskri dressingu
fyrir 4
Eldunartími 20 mínútur
1 eldaður kjúklingur, rifinn niður
1 poki blandað salat
2-3 gulrætur, afhýddar og skornar í strimla
100 g maís baunir
150 g edame baunir

Dressing
safi úr 1 límónu
3 msk hnetusmjör
2 msk sojasósa, t.d. frá Blue dragon
2 msk ólífuolía
1 msk sesamolía, t.d. frá Blue dragon
1 msk hunang
1 tsk chilí sósa, t.d. minched chilí frá Blue dragon (má einnig nota sweet chilí)
1 tsk engifer, rifið
1  tsk pressaður hvítlaukur
25 g kóríander,  gróflega skorið

  1. Blandið kjúklingnum og grænmetinu saman í skál.
  2. Útbúið dressinguna með því að láta í matvinnsluvél sítrónu, hnetusmjör, sojasósu, ólifuoliu, hunang, chilísósu, engifer og hvítlauk og blanda því vel saman. Bætið kóríander saman við og látið matvinnsluvélina og blandið saman í stutta stund. Berið fram með salatinu.
  3. Það jafnframt gott að kremja stökkar tortillaflögur yfir salatið.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.