Himnesk bolludagsuppskrift með þessari frábæru uppskrift af vatnsdeigsbollum, nizza hnetusmjöri, hindberjarjóma og uppáhalds súkkulaðibráðinni með hlynsírópi…ummmmmmm.
Vatnsdeigsbollur með Nizza hnetusmjöri, hindberjarjóma og súkkulaðisírópi
10-12 stk.
80 g. smjörlíki
2 dl. vatn
100 gr. hveiti
hnífsoddur salt
2-3 egg
- Setjið smjörlíki og vatn í pott og hitið þar til smjörlíkið hefur bráðnað.
- Hrærið hveitinu saman við með sleif þar til það hefur blandast vel saman. Bætið saltinu út í. Takið af hellunni og látið standa í um 15 mínútur eða þar til það hefur kólnað.
- Setjið deigið í hrærivélaskál og bætið eggjunum saman við einu í einu og varist að deigið verði of þunnt. Mótið bollur á ofnplötu hulda með smjörpappír.
- Setið bollurnar í 200°c heitan ofn og bakið í um 20-30 mínútur. Varist að opna ofninn meðan þær eru að bakast því þá falla þær saman. Bollurnar eru tilbúnar þegar þær eru orðnar gylltar og stökkar.
Fylling
1 krukka Nizza hnetusmjör frá Nóa og Síríus
Hindberjarjómi
200 g hindber, frosin
3 msk flórsykur
2 msk sítrónusafi
2 dl þeyttur rjómi
Súkkulaðisíróp
100 g Konsum suðusúkkulaði frá Nóa Síríus
2 msk rjómi
2 msk síróp
- Skerið bollurnar í tvennt og smyrjið neðri hlutann ríflega með Nissa hnetusmjöri. Gerið því næst hindberjarjómann. Afþýðið berin og passið að allur vökvi renni af þeim. Pressið þeim síðan í gegnum sigti þannig að kjarnarnir verði eftir. Blandið því næst berjamaukinu varlega saman við þeytta rjómann. Sprautið rjómanum yfir nizza hnetusmjörið. Setjið efri hluta bollunnar yfir hinn og lokið.
- Gerið súkkulaðisíróp með því að bræða súkkulaði, rjóma og síróp saman og látið síðan leka yfir bollurnar.
Leave a Reply