Helgin, kaffi og amerískar pönnukökur. Það er eitthvað svo dásamlega rétt við þá blöndu. Hér er uppskrift af ótrúlega einföldum, djúsí og bragðgóðum amerískum pönnukökum sem vekja lukku. Njótið vel og eigið yndislega helgi.
Amerískar pönnukökur á 5 mínútum
Gerir um 16 stk
1 msk lyftiduft
¼ tsk salt
1 tsk sykur
2 egg (léttþeytt)
30 g smjör
300 ml mjólk
225 hveiti
1 tsk vanilludropar
smjör til steikingar
- Þeytið eggin lítillega.
- Bræðið því næst smjörið og kælið.
- Setjið öll hráefnin í hrærivél eða blandara og blandið vel saman.
- Setjið smjör á pönnu og hitið. Bakið pönnukökurnar og snúið þeim við þegar loftbólur eru farnar að myndast í deigið.
Leave a Reply