Langar þig á frítt tapas-og vínsmökkunarnámskeið á Tapasbarnum fyrir tvo?
Tapasbarinn ætlar að bjóða 8 heppnum þátttakendum ásamt vini að taka þátt í frábærri spænskri upplifun fimmtudaginn 19. maí frá kl.16 til 18.
Góð þjónusta og notalegt umhverfi á Tapasbarnum
Við munum smakka 10 tegundir af vínum, sérvalin af vínsnillingnum “Tolla” Sigurbjörnssyni, með 13 mismunandi tapasréttum og farið verður yfir galdurinn að para saman vín og mat. Aðaláherslan í tapas- og vínsmökkuninni verður á að hafa gaman….saman.
Meðal annars verður boðið upp á hvítlauksbakaða humarhala
Meðal rétta sem verða smakkaðir verða er t.d. ekta spænsk serrano, kolkrabbi, saltfiskur, beikonvafðar hörpuskeljar og döðlur, hvítlauksbakaðir humarhalar, Iberico secreto, lamb í lakkrís og ofl.
Þorleifur Sigurbjörnsson íslandsmeistari vínþjóna 2016
Þorleifur Sigurbjörnsson eða “Tolli” er alger reynslubolti og hafsjór af fróðleik um vín. Hann er íslandsmeistari vínþjóna 2016 og var að koma frá Argentínu þar sem hann tók þátt í keppninni um besta vínþjónn heims.
Ef þið langar að eiga skemmtilegt kvöld í vín- og tapassmökkun með góðum vini, ykkur að kostnaðarlausu, hvetjum við ykkur til að kynna ykkur málið á heimasíðu Tapasbarsins: http://tapas.is/is/Um_Tapas/Tapas-_og_vinsmokkun/
Leave a Reply