Frosin jógúrt á 5 mínútum

Home / Eftirréttir & ís / Frosin jógúrt á 5 mínútum

Þegar ég var í Barcelona á sínum tíma var mér bent af spænskri fjölskyldu á ísbúð sem seldi heimsins besta jógúrtís. Ísbúðin heitir Bodevici og er staðsett í Gracia hverfinu, nánar tiltekið á Torrijos street og ég get tekið undir það að þar má finna einn þann allra besta ís sem ég hef bragðað. Fyrir ykkur sem eruð á leiðinni til Barcelona mæli ég með því að þið hafið upp á þessari ísbúð og röltið um þetta dásamlega hverfi sem er falin perla og aðeins út frá aðal ferðamannastraumnum.

Ástæðan fyrir því að hugur minn ferðast til Barcelona er þessi uppskrift að jarðaberjaís úr grískri jógúrt.  Ísinn er sérstalega fljótlegur í gerð og krakkarnir elska hann. Já og að sjálfsögðu fullorðnu íselskendurnir líka. Hvet ykkur til að prufa og panta svo ferð til Barcelona svo þið getið gert samanburð.

 

IMG_2356

 

IMG_2387

 

Jarðaberja jógúrtís
4 bollar frosin jarðaber
1 dós grísk jógúrt
3 msk agave sýróp
1 msk sítrónusafi

  1. Setjið jarðaber, gríska jógúrt, agave sýróp og sítrónusafa í matvinnsluvél eða blandara.
  2. Blandið vel saman.
  3. Berið strax fram eða setjið í loftþéttar umbúðir og geymið í frysti í allt að einn mánuð.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.