Litríki kjúklingarétturinn

Home / Fljótlegt / Litríki kjúklingarétturinn

Þá er komið að því…ég er komin í sumarfrí. Stefnan er sett á skemmtilegt ferðalag um Ísland þar sem ég mun heimsækja nokkra spennandi veitingastaði sem landsbyggðin hefur upp á að bjóða. Eitthvað sem getur svo vonandi nýst ykkur síðar meir. Fylgist endilega með ferðalagi GulurRauðurGrænn&salt á Instagram.

Reyndar er það svo að eftir því sem ég verð spenntari fyrir ferðalaginu því lægri verða hitatölurnar á landinu…veit ekki alveg með það. En þá er það bara þannig og ef maður ætlar að láta veðrið stoppa sig á Íslandi missir maður af ótrúlega mörgu. Þannig að off we go!

Það er þó engin hætta á því að þið veðrið uppskriftalaus því þessi ofnbakaði kjúklingur er dásemdin ein. Svona réttur eins og við elskum þar sem öllu er hent saman, sett inní ofn og á meðan er meðlætið útbúið og jafnvel hvítvín sötrað. Fullkomin sumarréttur sem ég vona að þið verðið ánægð með.

IMG_2437 IMG_2475 IMG_2477 IMG_2484 IMG_2490 IMG_2498

 

Galore kjúklingur
1 stór kjúklingur
1 sítróna, skorin í teninga
200 g konfekttómatar
1 dl grænar ólífur
1 dl svartar ólífur
5 hvítlauksrif
2 stilkar ferkst rósmarín, saxað smátt
sjávarsalt og pipar

  1. Skerið kjúklinginn niður í bita og setjið í ofnfast mót. Penslið með ólífuolíu og saltið og piprið.
  2. Dreyfið sítrónu, hvítlauk, tómötum og ólífum lauslega yfir kjúklinginn og stráið rósmarín yfir.
  3. Setjið í 200°c heitan ofn og eldið í um 60 mínútur eða þar til hann er orðinn gylltur að lit.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.