Ostakaka með ferskum jarðaberjum og kókosrjóma

Home / Eftirréttir & ís / Ostakaka með ferskum jarðaberjum og kókosrjóma

Ofureinfaldur og meinhollur eftirréttur sem allir munu elska. Hér þeyti ég kókosrjóma en honum má auðveldlega skipta út fyrir hinn venjubundna rjóma. Yndislegur eftirréttur alveg hreint.

IMG_3168

 

Ostakaka með ferskum jarðaberjum og kókosrjóma
250 g Philadelphia rjómaostur
60 g flórsykur
1 dós Blue dragon full fat kókosmjólk*
1 kg fersk jarðaber, skorin í fernt
15 g kókosmjöl

* Í stað kókosmjólkur má nota 120 ml af rjóma

  1. Hrærið rjómaost og flórsykursaman þar til blandan er orðin létt og ljós.
  2. Setjið kókosmjólkina í kæli yfir nótt (ef þið notið ekki rjóma). Takið kókosmjólkina úr ísskáp og varist að hrista hana. Opnið dósina og takið efsta lagið (sem er þykkt) úr dósinni og setjið í hrærivélaskál. Bíðið í um 10 mínútur og þeytið síðan kókosrjómann í annarri skál þar til hann er orðinn þykkur.
  3. Blandið kókosrjómanum varlega saman við rjómaostablönduna.
  4. Bætið jarðaberjum og kókos saman við.
  5. Skreytið ef til vill með ferskum jarðaberjum og kókosflögum.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.