Kryddbrauð

Home / Brauð & samlokur / Kryddbrauð

Á haustin og veturnar þykir okkur fátt betra en að gæða okkur á nýbökuðu og volgu kryddbrauði með íslensku smjöri og þessi uppskrift er í miklu uppáhaldi. Við mælum með því að tvöfalda uppskriftina enda hverfur brauðið fljótt í svanga munna.

img_4651-5

img_4662-4

Kryddbrauð
3 dl hveiti
2 dl sykur
3 dl haframjöl
3 dl mjólk
1/2 tsk engifer
1/2 tsk negull
1 tsk matarsódi
1 tsk kanill
1 tsk kakó
Örlítið salt

1. Setjið öll hráefnin saman í hrærivélaskál og blandið öllu vel saman.
2. Hellið deiginu í smurt jólakökuform og bakið í 200°c heitum ofni í um 60 mínútur.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.