Froosh þeytingur með möndlum, kókosmjöli og próteini

Home / Boozt & drykkir / Froosh þeytingur með möndlum, kókosmjöli og próteini

Ég er algjör aðdáandi Froosh drykkjanna enda svo ótrúlega sniðugt að grípa þessa hollustu með sér hvert sem maður fer. Froosh drykkirnir innihalda einungis ferska ávexti, ekkert annað hvorki þykkni, rotvarnarefni eða viðbættan sykur og veita því frábæra næringu. Ég hef leikið mér aðeins með ýmsar útgáfur af þessum góða drykk og hér er uppskrift af einum af mínum uppáhalds – sem klikkar ekki eftir góða æfingu.

 

img_5907

Froosh með möndlum, kókosmjöli og viðbættu próteini

 

Morgunverður á hraðferð
1 flaska Froosh með ananas, banana og kókos
1/2 dl möndlur
1/2 dl kókosmjöl
1 skeið prótein
klaki

  1. Setjið öll hráefnin í blandara og blandið öllu mjög vel saman.
  2. Hellið í glas og skreytið að vild.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.