Þessi thai kjúklingarréttur er svo mikið uppáhalds að það hálfa væri nóg og er elskaður jafnt af ungum sem öldnum og þá sérstaklega af þeim sem eldar matinn og tekur allan heiðurinn fyrir þessa dásemd. Hér má í raun nota hvaða kjúklingakjöt sem er en í þessu tilviki gef ég kjúklingabringunum frí Yndislega auðveldur í framkvæmd og slær örugglega í gegn.
Með réttinum bárum við fram Mezzacorona Chardonnay sem er létt og gott hvítvín frá Ítalíu og fæst í ÁTVR á viðráðanlegu verði.
Fimm stjörnur af fimm mögulegum!
Mezzacorona chardonnay gott hvítvín á góðu verði
Thai kjúklingaréttur – allt í einum potti
fyrir 2-3
4-500 g kjúklingalæri, t.d. frá Rose Poultry
3 msk sweet chili sósa
1/2 dl sojasósa, t.d. Dark soy sauce frá Blue Dragon
3/4 dl tómatsósa
3/4 dl púðusykur
2 msk Hoisin sósa, t.d. Hoisin sauce frá Blue dragon
1 msk olía
2 msk hrísgrjónaedik, t.d. Rice vinegar frá Blue dragon
3 hvítlauksrif, smátt söxuð
1 laukur, smátt saxaður
1 msk engifer, smátt saxað
- Skerið kjúklingalæri í helming eða stóra bita og því næst í pott.
- Blandið hinum hráefnunum öllum saman í skál og hellið í pottinn yfir kjúklinginn.
- Látið kjúklinginn malla við vægan hita í 1-1 1/2 klst en þar til kjúklingurinn er það mjúkur að hann dettur í sundur. Berið fram með hrísgrjónum.
Leave a Reply