Kramdar hvítlauks- og parmesankartöflur sem bráðna í munni

Home / Fljótlegt / Kramdar hvítlauks- og parmesankartöflur sem bráðna í munni

Kartöflur sem eru stökkar og bragðgóðar með hvítlauk og parmesanosti. Fullkomið meðlæti með öllum mat…og krakkarnir elska þessar.

img_6706

 

Kramdar hvítlauks- og parmesankartöflur
500 g kartöflur
2 hvítlauksrif, pressuð
4 msk smjör, brætt
1 tsk timían
sjávarsalt og pipar
50 g parmesanostur, rifinn

  1. Sjóðið kartöflur í potti þar til þær eru farnar að mýkjast eða í um 15 mínútur. Takið úr pottinum og kælið örlítið.
  2. Blandið smjöri, hvítlauk og timían vel saman í skál og veltið kartöflunum upp úr þessari smjörblöndu. Setjið kartöflurnar því næst á bökunarplötu með smjörpappír.
  3. Þrýstið á hverja kartöflu fyrir sig með t.d. botni á glasi svo þær fletjist út. Kryddið með salti og pipar og stráið parmesan yfir þær.
  4. Setjið í 200°c heitan ofn í um 20 mínútur eða þar til osturinn er orðinn gylltur.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.