Hátíðarspínatsalat með perum, sykurhúðuðum pekanhnetum og geitaosti

Home / Fljótlegt / Hátíðarspínatsalat með perum, sykurhúðuðum pekanhnetum og geitaosti

Hér er á ferðinni sannkallað hátíðarsalat sem er tilvalið með góðum mat á hátíðisdögum eins og jólunum. Salatið inniheldur spínat, trönuber, perur, ristaðar pekanhnetur og muldan geitaost og er velt upp úr dásemdar balsamik dressingu. Uppskriftin kemur frá snillingunum á Two Healthy Kitchens og trúið okkur þið munið elskið þetta!!!

img_6717

Hátíðarsalat eins og það gerist best

 

Hátíðarspínatsalat með perum, sykurhúðuðum pekanhnetum og geitaosti
150 g lífrænt spínat frá Hollt & Gott
1 pera, afhýdd og skorin í litla bita
100 g sykurhúðaðar pekanhnetur
80 g trönuber
100 g geitaostur

Dressing
2 msk balsamik edik
1 ½ tsk hlynsýróp
1 msk ólífuolía
½ tsk dijon sinnep
hnífsoddur sjávarsalt

  1. Setjið spínat í skál og stráið perum, pekanhnetum, trönuberjum og geitaosti yfir.
  2. Gerið dressinguna með því að hræra saman balsamik ediki, hlynsýrópi, ólífuolíu, sinnepi og salti þar til allt hefur blandast vel saman.
  3. Hellið dressingunni yfir rétt áður en salatið er borið fram.

 

Sykurhúðaðar pekanhnetur
1 ½ msk púðusykur
1 ½ msk vatn
1/8 tsk vanilludropar
1/8 tsk sjávarsalt
100 g pekanhnetur

  1. Setjið púðusykur, vatn, vanilludropa og sjávarsalt saman í skál og hrærið.
  2. Ristið pekanhneturnar á pönnu í 2-3 mínútur við meðal hita, hrærið í á meðan og varist að þær brenni.  Þegar hneturnar gefa frá sér ljúfan ilm eru þær tilbúnar.
  3. Hellið púðursykurblöndunni út á pönnuna yfir hneturnar og hrærið strax í blöndunni í um 15 sekúndur eða þar til hneturnar eru vel húðaðar. Takið þá af pönnunni.
  4. Dreyfið hnetunum yfir ofnplötu hulda smjörpappír og kælið.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.