Geggjuð ostaídýfa

Home / Fljótlegt / Geggjuð ostaídýfa

Hér kemur uppskrift að geggjaðri ostaídýfu sem ég er spennt að deila með ykkur. Ídýfan er fullkomin með flögum á kózýkvöldum, í partýið, með mexíkóskum mat og í raun bara hvenær sem er. Ofureinföld í gerð og alveg tryllt góð!

 

“Guilty pleasures”  eins og þær gerast bestar

Geggjuð ostaídýfa
25 g smjör
1/2 chili, saxað smátt
1 hvítlauksrif, saxaður smátt
1 tsk paprikukrydd
1 tsk salt
2 msk hveiti
2 dl mjólk
200 g cheddar ostur, rifinn

  1. Bræðið smjör í potti ásamt chili, hvítlauk, paprikukryddi og salti.
  2. Bætið hveiti saman við og hrærið með píski þar til engir kögglar eru í blöndunni.
  3. Bætið þá mjólkinni hægt saman við og hrærið stöðugt í á meðan.
  4. Bætið að lokum ostinum saman við og bræðið við lágan hita.
  5. Ef blandan er of þykk bætið þá við mjólk (lítið í einu) þar til hún  hefur náð æskilegri þykkt.
  6. Berið fram strax með flögum.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.