Ristaðar möndlur með hvítu súkkulaði og lakkrísdufti

Home / Eftirréttir & ís / Ristaðar möndlur með hvítu súkkulaði og lakkrísdufti

Ég bragðaði um daginn trylltar möndlur með lakkrísdufti sem ég hreinlega gat ekki lagt frá mér fyrr en þær voru búnar. Mig langaði að kanna hvort ég gæti ekki bara gert svona sjálf og fór að prufa mig áfram. Til að gera langa sögu stutta að þá er þessi uppskrift með möndlum, hvítu súkkulaði og lakkrísdufti alveg frábær.

Geggjaðar möndlur með hvítu súkkulaði og lakkrísdufti

Ristaðar möndlur með súkkulaði og lakkrísdufti

200 g möndlur
200 g hvítt súkkulaði
1/2 msk kakó
1/2 msk lakkrísduft, t.d. frá Johan Bulow

  1. Ristið möndlurnar í 180°c heitum ofni í um 10 mínútur. Takið úr ofninum og kælið.
  2. Blandið kakó og lakkrísdufti saman.
  3. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði eða í örbylgjuofni.
  4. Dýfið möndlunum í súkkulaðið. Takið síðan úr súkkulaðinu með gaffli og setjið á ofnplötu með smjörpappír.
  5. Látið súkkulaðið harðna og dýfið því svo aftur ofaní súkkulaðið.
  6. Þegar súkkulaðið er næstum því orðið þurrt veltið þá möndlunum upp úr kakó og lakkrísblöndunni.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.