Ofnbakaður kjúklingur með grillaðri papriku, mozzarella og furuhnetum

Home / Fljótlegt / Ofnbakaður kjúklingur með grillaðri papriku, mozzarella og furuhnetum

Undanfarið hafa tökur staðið yfir á nýrri bók GRGS sem mun koma út í haust. Bókin verður dásamlega fögur og mun innihalda nýjar uppskriftir í anda GRGS að sjálfsögðu með einfaldleikan að leiðarljósi. Fylgist með :)

Vegna þessa hef ég nú ekki haft tök á því að elda mér til skemmtunar en nú verður bætt úr því. Þessi frábæru uppskrift vona ég að sem flestir eldi og njóti jafn vel og ég. Hún er ofureinföld og inniheldur kjúkling, grillaða papriku, ferskan mozzarella og furuhnetur – bragðlaukarnir dansa við fyrsta bita. Ég gæddi mér að afbragðs góðu hvítvíni með réttinum sem heitir La Rosse, Pinot Grigio frá Tomassi og ég mæli hiklaust með. Sjálf á ég oft í erfiðleikum að finna hvítvín sem eru hvorki of þurr eða sæt og þetta náði fullkomnun. Njótið vel!

 

Ofnbakaður kjúklingaréttur með grillaðri papriku, mozzarella og furuhnetum
Styrkt færsla
Fyrir 4
900 g kjúklingalundir, t.d. frá Rose Poultry
salt og pipar
1 dós sýrður rjómi
1 dl rjómi
2 tsk chilí mauk, t.d. Minched chilí frá Blue dragon
1 tsk paprikukrydd
300 g grillaðar paprikur í krukku
2 kúlur mozzarella ostur
4 hvítlauksrif
fersk basilíka
furuhnetur
  1. Smyrjið ofnfast mót með ólífuolíu.
  2. Skerið kjúklingalundirnar í tvennt og leggið í mótið. Saltið og piprið.
  3. Blandið sýrðum rjóma, rjóma, chilímauki, paprikudufti saman í skál ásamt salti og pipar og hrærið vel saman. Hellið blöndunni yfir kjúklinginn.
  4. Skerið paprikuna, mozzarellaostinn og hvítlauk gróflega og stráið yfir kjúklinginn. Setjið að lokum saxaða basilíku og furuhnetur yfir allt.
  5. Látið í 200°c heitan ofn í 25-30 mínútur eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður og osturinn orðinn gylltur á lit. Berið fram með góðu salati og tagliatelle.
Með þessum rétti mæli ég með  Le Rosse Pinot Grigio frá TOMMASI. Frábært hvítvín sem fæst á mjög góðu verði

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.