Banana og döðlubrauð

Home / Brauð & samlokur / Banana og döðlubrauð

Þetta dásamlega banana og döðlubrauð er eitt af þessu sem er reglulega bakað á heimilinu – þó það væri bara fyrir ilminn sem kemur upp þegar þetta er í ofninum. Brauðið er elskað af öllum og svo skemmir ekki fyrir að það inniheldur engan sykur og stútfullt af góðir næringu.

Gerið – elskið – njótið!

NOMS

 

Döðlu- og bananabrauð
200 g döðlur
2.5 dl heitt vatn
300 g hveiti, ég notaði spelt
1 tsk lyftiduft
1 tsk matarsódi
1/2 tsk salt
2 egg
2 bananar, stappaðir
2 msk olía
1 tsk vanilludropar

 

  1. Skerið döðlurnar niður og setjið í pott ásamt vatninu. Látið suðuna koma upp og kælið síðan aðeins.
  2. Þegar blandan hefur kólnað hærið saman við þurrefnin.
  3. Hrærið síðan öllum hinum hráefnunum vel saman.
  4. Smyrjið 2 aflöng form.  Hellið deiginu í þau og bakið í 200°c heitum ofni í um 40 mínútur. Stingið í brauðin með prjóni til að athuga hvort þau séu fullbökuð áður en þau eru tekin úr ofni.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.