Sætar kartöflur með fajitas fyllingu

Home / Fljótlegt / Sætar kartöflur með fajitas fyllingu

Þá er haustið mætt og ég er endurnærð enda nýkomin aftur til landsins eftir dásamlega ferð til Króatíu þar sem ég byrjaði daginn á yoga á klettasyllu með útsýni yfir tærbláan sjóinn ásamt því að fara á kajak, fjallgöngur og hjólreiðar um eyjuna Vis. En ég mun fjalla meira um það síðar.

Eftir smá pásu í eldamennskunni þá er gott að vera kominn aftur og njóta í eldhúsinu. Þessi uppskrift er virkilega góð og hentar vel um miðja viku. Hér er um að ræða sæta kartöflu fyllta með kjúklingi, nýrnabaunum, hvítlauk og fleiru sem er síðan toppað með mozzarellaosti.

Sætar kartöflur með fajitas fyllingu
3 sætar kartöflur
olífuolía
½ rauðlaukur, þunnt skorinn
250 g elduð kjúklingabringa, skorin í þunnar sneiðar
2 hvítlauksrif, pressuð
1 paprika, skorin í sneiðar
50 g nýrnabaunir úr dós
½ tsk cumin
1 tsk paprikukrydd
120 g mozzarellaostur, rifin
safi úr 1 lime
1 búnt kóríander, saxað

Meðlæti
lime skorið í báta
avacado, skorið í bita
salsasósa

Setjið smjörpappír á ofnplötu og raðið kartöflunum þar á. Látið inn í ofn í um 40 mínútur stingið þá í þær með prjóni. Ef þær eru ekki fulleldaðar þær þá í um 10-20 mínútur til viðbótar.

Á meðan kartöflurnar eru inn í ofninum setjið olíu á pönnu og steikið laukinn við meðalhita. Þegar hann er orðinn glær setjið kjúkling, hvítlauk og papriku út á pönnuna. Bætið kryddunum saman við og hrærið í blöndunni þar til kryddið hefur náð á kjúklingabitana. Bætið nýrnabaununum út á pönnuna. Takið af hitanum og geymið.
Þegar sætu kartöflurnar eru fulleldaðar takið þær úr ofninum og leyfið að kólna í um 5 mínútur eða þar til þær eru orðnar volgar. Skerið þær varlega í tvennt. Skafið megnið af sætkartöflunni úr en skiljið um 1 cm eftir við hýðið. Setjið í skál og bætið kjúklinga blöndunni saman við kartöflurnar.  Hrærið lime safann saman við.
Látið hýðið á ofnplötu með smjörpappír og fyllið með fajitablöndunni. Stráið osti yfir og kóríanderlaufum. Setjið aftur inn í ofn í um 15-20 mínútur eða þar til osturinn er farinn að brúnast lítillega

Tilvalið meðlæti t.d. kóríander, avacado og salsasósu.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.