Eftirréttardraumur

Home / Eftirréttir & ís / Eftirréttardraumur

Þessi eftirréttur sem er svona mitt á milli þess að vera ostakaka og búðingur með amaretto jarðaberjum á vel við í dag á degi elskenda. Yndislega einfaldur, ferskur og svo bragðgóður. Í miklu uppáhaldi hjá mér og mínum. Njótið!

Draumur einn!

 

Eftirréttadraumur
Fyrir 4
250 g mascarpone ostur
250 g Philadelphia rjómaostur
1 dl flórsykur
4 dl rjómi
1 1/2 msk amaretto

Jarðaberjamarinering
500 g jarðaber
safi og fínrifinn börkur af 1 sítrónu
1/2 dl amaretto
1 tsk vanillusykur

  1. Hrærið mascarpone- og rjómaostinn saman þar til blandan er orðin létt og ljós. Bætið flórsykri saman við. Hellið rjóma saman við og hrærið vel saman þar til blandan er orðin dúnmjúk. Hrærið amaretto saman við. Setjið í kæli.
  2. Skerið jarðaberin i bita og setjið í skál. Setjið öll hráefnin í marineringunni saman við. Plastið og geymið í kæli.
  3. Þegar komið er að því að bera eftirréttinn fram takið úr kæli og setjið saman. Látið jarðaber, svo rjómaostakrem og endurtakið. Stráið möndluflögum efst og berið fram.

Færslan er unnin í samvinnu við Innnes.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.