Þetta er einn af þessum ofureinföldu réttum sem vekja mikla lukku – jafnvel einnig hjá þeim allra matvöndustu.
Uppáhald allra
Kjúklingur með eplum og beikoni og mangósósu
Fyrir 4-6
4-6 kjúklingabringur, t.d. frá Rose Poultry
salt og pipar
200 ml sýrður rjómi
3 dl rjómi
4 msk mango chutney, t.d. frá Patak´s
1-2 tsk chilí mauk, t.d. Chili paste frá Blue dragon
1 tsk kjúklingakraftur, t.d. frá Oscar
1 epli, afhýdd og kjarnahreinsuð
1 púrrulaukur
1 paprika
125 g beikon
rifinn ostur
- Skerið kjúklinginn í bita og saltið og piprið. Steikið á pönnu þar til hann hefur fengið gylltan lit.
- Meðan kjúklingurinn er að steikjast setjið rjóma, sýrðan rjóma, mangó chutney, chilí mauk og kjúklingakrafti í saman í pott og hrærið vel. Hitið að suðu og látið malla í nokkrar mínútur. Skerið epli, púrrulauk og papriku og setjið saman við.
- Setjið kjúklinginn í ofnfast mót og hellið sósunni yfir. Skerið beikonið í litla bita og stráið því og osti yfir allt.
- Látið í 200°c heitan ofn í 20-25 mínútur. Berið fram með hrísgrjónum og góðu salati.
Styrkt færsla
Leave a Reply