Svaðalegur svartbaunaborgari með avacado sweet chilí sósu

Home / Fljótlegt / Svaðalegur svartbaunaborgari með avacado sweet chilí sósu

Fyrir þá sem elska grænmetisborgar sem og þá sem elska þá ekki – þá er þessi sá eini rétti fyrir ykkur. Ég get varla lofað þennan svartbaunaborgara nógsamlega. Trixið er að gera hamborgara og láta engann vita að þetta sé “hollari týpan”. Fjölskyldumeðlimir munu lofa þennan hástert.

Ég mæli svo sannarlega með að tvöfalda eða þrefalda þessa uppskrift og frysta þá sem ekki eru borðaðir þar til síðar. Snilld að eiga svona næringarríka máltíð sem tekur enga stund að hita. Ódýr og holl máltíð sem ég hlakka til að heyra hvernig ykkur líkar.

Besti grænmetisborgarinn

 

Besti svartbaunaborgari
Styrkt færsla
Fyrir 3-4
1 dós svartbaunir (black beans) , vökvi hreinsaður frá
1/2 græn paprika
1/2 laukur
2 hvítlauksrif
1 egg
2/3 bolli brauðmyslnur
1 msk chilíduft, ég notaði chili explosion
1 tsk cumin
salt og pipar

Avacadó chilísósa
1 dós sýrður rjómi, 18 % frá Mjólka
2 avacadó, afhýdd og steinninn fjarlægður
3-6 msk sweet chilí sósa, t.d. frá Blue dragon

  1. Þerrið baunirnar og stappið í skál með gaffli.
  2. Setjið papriku, lauk og hvítlauk í matvinnsluvél og vinnið þar til allt hefur maukast vel saman. Kreystið mesta vökvann úr blöndunni og blandið saman við baunirnar.
  3. Bætið chilídufti, cumin, salti og pipar saman við ásamt brauðmyslnu og léttþeyttu eggi. Hrærið vel saman.
  4. Mótið í 4 buff og grillið í 4-5 mínútur á hvorri hlið.
  5. Gerið avacado chilísósuna. Stappið avacado og hrærið saman við sýrða rjómann. Smakkið til með sweet chilísósu
  6. Berið fram með hituðu hamborgarabrauði, salatblaði, sósunni, avacadosneiðum, tómötum, rauðlauk og því sem hugurinn girnist.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.