Frábær steikarsósa fyrir þá sem ekki kunna að gera sósur

Home / Fljótlegt / Frábær steikarsósa fyrir þá sem ekki kunna að gera sósur

Nú verður að viðurkennast að styrkleikar mínir liggja ekki í sósugerð og satt best að segja hef ég hingað til látið aðra sjá um það verk. En nú eru breyttir tímar og um daginn afrekaði ég að gera sósu sem var með þeim betri sem ég hef bragðað (sorry bernaise). Sósan sem um ræðir er piparsósa sem ég stórefast um að hægt sé að klúðra amk. fyrst mér tókst það ekki.

Ef styrkleikar ykkar liggja ekki í sósugerð hvet ég ykkur eindregið til að prufa þessa einföldu uppskrift. Ef styrkleikar ykkar liggja í sósugerð að þá verðið þið reyndar ekki fyrir vonbrigðum. Hvort heldur sem er þá sláið þið í gegn með þessari!

Frábær piparsósa með góðri steik

Piparsósa með steikinni
1 skarlottulaukur, smátt saxaður
1 tsk smjör
1 msk tómatpúrra
1 tsk dijon sinnep
2 cl koníak
1 msk piparkorn
1 dl nautasoð (1 dl heitt vatn blandað saman við 1 nautatening)
1 msk sykur
1 dl sýrður rjómi 18%
1 tsk maizena mjöl
1 1/2 dl rjómi
1 tsk rifsberjahlaup
matarlitur

  1. Steikið laukinn upp úr smjöri.Bætið tómatpúrru og dijon sinnepi saman við og hrærið vel saman. Bætið því næst koníaki og piparkornum saman við og hitið að suðu. Bætið þá nautasoði og sykri.
  2. Hrærið maizena saman við sýrða rjómann og setjið út í sósuna. Hrærið og hitið að suðu.
  3. Bætið rjóma og rifsgeli samanvið. Hitið sósuna og smakkið hana til.
  4. Bætið að lokum nokkrum dropum af matarlit saman við.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.