Bananakaka með karamelluglassúr

Home / Kökur & smákökur / Bananakaka með karamelluglassúr

Sunnudagar byrja oft rólega með góðum kaffibolla og bakstri í samvinnu við fjölskyldumeðlimi. Þessi bananakaka með karamelluglassúr er sérstaklega ljúffeng og fullkomin á dögum sem þessum.

 

 

Bananakaka með karamelluglassúr
150 g smjör
150 g sykur (gott að nota hrásykur)
2 egg
275 g hveiti
2 tsk lyftiduft
hnífsoddur salt
2 tsk vanillusykur
3 bananar
1 dl mjólk

Karamelluglassúr
80 g smjör
50 g púðusykur
1/4 dl mjólk
100 g flórsykur
1/2 tsk vanillusykur

  1. Hrærið smjör og sykur vel saman og hrærið síðan egg saman við, eitt í einu.
  2. Setjið öll þurrefnin saman í skál og hellið saman við smjörblönduna.
  3. Hellið mjólkinni saman við.
  4. Stappið bananana með gaffli og blandið saman við deigið. Hrærið vel saman.
  5. Hellið deiginu í form og bakið í 175°c heitum ofni í um 45-60 mínútur.
  6. Gerið karamelluglassúrinn með því að setja smjör, púðusykur og mjólk saman í lítinn pott.
  7. Takið af hitanum þegar blandan er farin að sjóða.
  8. Takið af hitanum og bætið flórsykri og vanillusykri saman við og hrærið vel. Hellið yfir kökuna.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.