Kalkúnabringa með trönuberjafyllingu, púrtvínssósu og sætkartöflumús með kornflextoppi

Home / Jólin / Kalkúnabringa með trönuberjafyllingu, púrtvínssósu og sætkartöflumús með kornflextoppi

Hér er frábær uppskrift að kalkúni sem ég var með á jóladag, kalkúnabringan var lögð í pækil (kryddað saltvatn) sem gerði hana extra safaríka og styttir eldunartímann. Með þessu bar ég trönuberjafyllingu, sæta kartöflumús með geggjuðum Kornflex mulningi. Þetta var síðan toppað með yndislegri púrtvínssósu (má líka nota rauðvín) sem fyrst að ég gat gert getið þið auðveldlega líka. Einfalt og gott og svo dásamlega gott.

 


Safarík kalkúnabringa

 

Frábær kalkúnabringa með trönuberjafyllingu, púrtvínssósu og kartöflumús með kornflexkurli

Pækill
250 g  gróft salt
75 g sykur
1 msk oregano
1 msk tímian
2 tsk pipar
1 tsk kanill
1 tsk engifer
½ tsk chilipipar
5 l vatn

  1. Sjóðið 1 lítra af vatni í stórum potti.
  2. Setjið salt, sykur og krydd út í og hrærið þar til saltið er alveg uppleyst.
  3. Hellið 3-4 lítrum af ísköldu vatni saman við látið lögin kólna vel.
  4. Setjið svo kalkúninn út í – best er að bringurnar snúi niður – og bætið við ísköldu vatni þar til flýtur yfir. Setjið lok yfir og látið standa á köldum stað í að minnsta kosti 8 klst eða í góða 1-2 sólahringa.
  5. Takið kalkúninn þá úr pæklinum, skolið hann vel úr köldu vatni og þerrið haminn með eldhúspappír. Látið hann standa við stofuhita í 30 mínútur.

 

Kalkúnninn – eldun
1 stk kalkúnabringa, ég var með rúmlega 2 kg bringu (en hægt að nota heilan kalkún)
kalkúnakrydd, ég notaði reyndar kryddið Yfir holt og hæðir frá Kryddhúsinu (geggjað gott)
salt og pipar
100-200 g smjör
2 dl hvítvín, t.d. Stemmari

  1. Setjið smjör á pönnu um 1-2 msk og brúnið bringuna á báðum hliðum.
  2. Takið af pönnunni og látið í ofnfast mót.
  3. Setjið hvítvín og smjör í botninn á mótinu og eldið bringuna upp úr því. Eldið við 160°c heitan ofn þar til kjöthitamælirinn sýnir 64°C.

 

Trönuberjafylling
franskbrauð
3 rauð epli
1-2 per­ur
sítrónusafi
100 g pek­an­hnet­ur
50 g furu­hnet­ur
1 handfylli trönu­ber
3-4 msk Philadelphia rjóma­ost­ur
par­mes­an, rifinn
krydd (kalkúnakrydd, timian, oregano

  1. Skerið skorpuna af brauðinu og skerið í teninga.
  2. Skerið perur og epli í teninga og kreystið smá sítrónusafa yfir.
  3. Steikið franskbrauð, epli, perur, hnetur og trönuber á pönnu. Smakkið til með rjómaosti, parmesan og kryddum.
  4. Bætið vatni saman við eftir þörfum. Setjið í ofnfast mót og inní ofn og hitið þar í 15 mínútur.

 

Sætkartöflumús með kornflexmulningi
4  sætar kartöflur
1/2 bolli sykur
1 og 1/2 tsk lyftiduft
1/4 tsk salt
3 egg
1/2 bolli brætt smjör
1 1/2 tsk vanilludropar
  1. Stingið göt á kartöflunar með gaffli. Setjið í 180°c heitan ofn í um klukkustund eða þar til þær eru orðnar linar. Skerið í tvennt og skafið kjötið úr þeim.
  2. Öllum hráefnum er hrært vel saman. Sett í eldfast mót og bakað í 20 mín og tekið út. Síðan kemur:
3 msk smjör, lint
1/4 bolli púðursykur
1 og 1/2 bolli mulið Cornflakes
  1. Þessu er blandað saman og síðan hellt yfir kartöflurnar.
  2. Að lokum er þetta allt bakað í 20 mín til viðbótar.

 

Púrtvínssósa
1 laukur
2 tsk salvía
3 msk olía
2 dl hvítvín, t.d. Stemmari
6 dl vatn
1 msk kjúklingakraftur, t.d. frá Oscar
1 tsk nautakraftur, t.d. frá Oscar
2 dl rjómi
3 msk rifsberjasulta
1 dl portvín, t.d. Sandeman
1-2 msk sósuþykkni
soð af kalkúninum

  1. Setjið olíu í pott og hitið.
  2. Saxið laukinn smátt og steikið á pönnunni ásamt salvíu. Bætið hvítvíni saman við og látið malla í um 5 mínútur.
  3. Bætið vatni, kjúklinga- og nautakrafti saman við og hitið að suðu. Bætið þá rjóma, rifsberjasultu og soði frá kalkúninum saman við. Þykkið með sósuþykkni og smakkið til með púrtvíni, salti og pipar.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.