Frábær vín með hátíðarmatnum!

Home / áfengi / Frábær vín með hátíðarmatnum!

Oft er erfiðara að velja góð vín með hátíðarmatnum heldur en matinn sjálfan. Hver kannast ekki við að standa fyrir framan mörg hundruð flöskur og reyna að finna þessa einu réttu – því ekki viljum við klikka þarna.

Til að einfalda valið fengum vínsérfræðing til að mæla með framúrskarandi vínum á góðu verði, til að para saman með matnum yfir hátíðarnar.

 

Með hamborgarhryggnum

Image result for Corte Giara Ripasso átvr

 

Það er alltaf erfitt að finna vín með hrygg eða hangikjötinu, með trega segi ég Malt og Appelsín með hangikjötinu og svo Corte Giara Ripasso með hryggnum.  Ripasso hefur sætuna í sér sem þarf með reyktum og söltum mat en einnig er það frekar þétt.

 

Image result for bordon gran reserva átvr

Bordon Gran Reserva væri flott með hryggnum, vel þroskað vín en samt enn með ferskleika, þetta vín er einnig gott með nauta- og hreindýrakjöti.

 

Með nauta- og hreindýrakjöti

 

Image result for Allegrini La Grola átvr

Allegrini La Grola er dásamlegt vín og hentar vel með nauta- og hreindýrakjöti.  Vínið er þétt og bragðmikið og eitt af topp vínum Allegrini. Mæli sterklega með þessu.

 

Image result for Alta Vista premium Cab.S

 

Alta Vista premium Cab.S er einnig frábært vín með nautakjöti. Það er þétt og flott vín og hér fáið þið mikið fyrir aurinn.

Image result for bordon gran reserva átvr

Með steikinni mælum við einnig með Bon Gran Reserva umfjöllun hér að ofan.

 

 

Með önd og kalkún

 

Image result for Fusional Pinot Noir

 

Með öndinni væri það Fusional Pinot Noir, þó hann sé frá Nýja Sjálandi er hann frekar Búrgundarlegur í sér, mikið bragð og góð fylling, er einnig flott með kalkún.

 

 

Með humri og skelfisk

 

Image result for poggio al tesoro átvr

 

 

Image result for Laporte Sancerre les Grandmontains

 

Hvítvínin, Poggio Al Tesoro Solosole Vermentino og Laporte Sancerre les Grandmontains henta bæði með frábærlega með humar og öðrum skelfisk. Hér eru tvö geggjuð matarvín á ferð. Fersk, mild en góð sýra og mikill ávöxtur.

 

Til að skála!

 

Image result for Bellavista Alma, Franciacorta

 

 

Bellavista Alma, Franciacorta, af því bara. Einfaldlega eitt af topp freyðivínum frá Ítalíu sem eru fáanleg hér heima. Frá Franciacorta koma bestu freyðivín Ítalíu, gert með sömu aðferð og kampavínin og sömu þrúgur notaðar.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.