Strákarnir mínir voru sammála um að þetta væri besti drykkur sem þeir hefðu smakkað
Mangó Lassi
Nei ég er ekki að tala um hundinn, heldur dásamlegan indverskan drykk. Mangó Lassi er mjög algengur á indverskum veitingastöðum og hentar einstaklega vel með sterkum mat, mat sem inniheldur karrý eða bara einn og sér. Ég mæli með því að nota vel þroskaðan og mjúkan mangó frekar en frosinn, það er mun betra.
Fyrir 3-4
2-3 þroskuð mangó, afhýdd og niðurskorinn
2 litlar jógúrt, hrein
170 ml mjólk (ég notaði möndlumjólk)
3 msk sykur (notaði palm sugar)
1 msk myntu, söxuð
3 bollar ísmolar eða mulinn ís
Aðferð: Blandið saman mangó, jógúrti, mjólk og sykri. Látið út í ísmolana og myntuna og blandið saman. Þynnið með smá vatni ef hann er of þykkur. Mér finnst gott að láta hann standa aðeins og stundum að láta aðeins meiri myntu en það er smekksatriði hvers og eins.
Leave a Reply