Baka með aspas, beikoni og rjómaostafyllingu

Home / Bröns / Baka með aspas, beikoni og rjómaostafyllingu

Það er skemmtilegt að útbúa bökur og raða í þær þeim hráefnum sem hugurinn girnist hverju sinni. Að þessu sinni sameinast mín uppáhalds hráefni í dásamlega böku sem gaman er að bjóða upp á. Bökur er gott að útbúa deginum áður og bera fram kalda eða hita örlítið í ofni áður en hún er borin fram og er hinn fullkomni veislumatur.

2013-08-14 18.38.54 2013-08-14 19.18.06

Baka með aspas, beikoni og rjómaosti
Botn
125 g kalt smjör, skorið í litla teninga
250 g heilhveiti eða spelt
2 msk kalt vatn
1 eggjarauða
salt og pipar

Fylling
6 strimlar bacon
1 lítill laukur, saxaður
120 g rjómaostur
250 g ferskur aspas, skorinn í bita
4 egg
320 ml rjómi
1 tsk salt

Aðferð

  1. Látið öll hráefnin fyrir botninn í skál og hnoðið deigið í vél eða höndum þar til smjörið hefur blandast algjörlega saman við. Geymið í kæli um stund (að lágmarki 30 mínútur). Fletjið síðan deigið út í smurt bökumót (í kringum 24 cm) og pikkið í botninn með gaffli áður en fyllingin er sett í.
  2. Steikið beikon og lauk á pönnu þar til bæði hefur lítillega brúnast. Sjóðið aspasinn í 2 mínútur. Takið þá úr vatninu og látið strax undir kalt vatn í nokkrar sek.
  3. Látið því næst beikonblönduna og aspasinn í bökuna og dreifið rjómaost í bitum yfir.
  4. Hrærið saman eggjum, rjóma og salti og hellið yfir allt.
  5. Bakið við 175°c í um 40 mínútur og gangið í skugga um að hún sé fullelduð áður en þið takið hana út með því að stinga prjóni í miðju bökunnar.
  6. Leyfið bökunni að kólna áður en hún er borin fram.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.