Sumarleg salatpitsa

Home / Grænmetisréttir / Sumarleg salatpitsa

Þessi frábæra salatpitsa er ein af mínum uppáhalds. Hún er bæði fljótleg og einföld í gerð og stútfull af góðri næringu. Hér er tilvalið að nota bara það sem þið eigið til í ísskápnum, en útkoman er engu að síður algjör sælkeramatur.  Hér myndi ég segja að aðalmálið væri að gera pestóið sjálf. Það er fljótgert og færir þessa pitsu á annað plan. Þetta er klárlega sumarpitsan í ár!

2013-05-21 17.46.16

Pitsadeigið í bígerð 

2013-05-21 18.16.06

“Pitsa fruttiparma”

2013-05-21 18.31.45“Sætkartöflu pitsa”

Sumarleg salatpitsa
Speltdeig
2 dl volgt vatn
1 bréf ger (eða 4 tsk vínsteinslyftiduft)
5 dl gróft spelt (eða 50/50 gróft og fínt)
1 tsk salt
1 msk ólífuolía
(gaman að breyta til og láta í deigið oregano, pitsukrydd eða chillíkrydd)

Aðferð
Blandið saman vatni og geri og látið standa í smá stund. Bætið hinu hráefninu útí og hnoðið. Látið lyfta sér í ca. 15-30 mín. Skiptið í þrennt og fletið út örþunnan pitsabotn. Penslið deigið með olíu og setjið inní ofn í um 15-20 mín við 200°C eða þar til botninn er orðinn vel stökkur. Takið úr ofni og setjið pestó á botninn.

Pestó
50 gr. basil, stiklar fjarlægðir
2 hvítlauksrif
3 msk ólífuolía
3 msk furuhnetur
3 msk parmesan ostur
Allt sett í blandara og maukað vel saman. Ekki verra að gera tvöfalda uppskrift og eiga með pitsunni.

Samsetning pitsunnar
Setjið pestó á botnana. Látið því næst kál og álegg að eigin vali. Ég lét i þetta sinn rucola, pestó, avacado, papriku, jarðaber, furuhnetur, pekanhnetur, fetaost, parmaost, sætar kartöflur og parmaskinku.  Hér er allt leyfilegt og um að gera að láta hugmyndaflugið ráða för og nýta það sem til er.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.