Taco pítsa

Home / Fljótlegt / Taco pítsa

Ég elska, dýrka og dái mexíkóskan mat og prufa hann oft og í mörgum útfærslum. Nýlega var það mexíkósk pítsa sem varð fyrir valinu og vakti mikla lukku hjá öllum fjölskyldumeðlimum og þá sérstaklega hjá mér þar sem hún sameinar það tvennt sem ég elska mest, er bæði bragðgóð og fljótleg í gerð.

supa-56

Taco pizza
1 tilbúinn pítsabotn
300 g nautahakk
1 bréf taco krydd
salsa sósa að eigin vali
1-2 tómatar, skornir í litla teninga
svartar ólífur, skornar í þunnar sneiðar (má sleppa)
mozzarellaostur, rifinn

Meðlæti
nachos
iceberg kál, saxað
sýrður rjómi

  1. Látið olíu á pönnu og steikið nautahakkið. Bætið taco kryddinu saman við ásamt 2 dl af vatni. Látið malla þar til vökvinn er að mestu gufaður upp.
  2. Fletið út pítsadeigið og setjið salsasósu á botninn.  Látið síðan nautahakk yfir salsasósuna, síðan tómata, ólífur og rifinn ost.
  3. Bakið í ofni við 200°c í um 30 mínútur.
  4. Berið fram með káli, sýrðum rjóma og nachosflögum.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.