Hollustubrownies sem bráðna í munni

Home / Hráfæði / Hollustubrownies sem bráðna í munni

Ég hef sagt það áður að ég hef sérstaklega gaman af því að gera hráfæðikökur þar sem hollusta og einfaldleiki fara saman. Uppistaðan í þessari uppskrift eru hnetur, döðlur og kakó og yfir þær fer silkimjúkt súkkulaðikrem með avacado sem ég mæli með því að þið prufið að gera. Margir kunna að hræðast að nota avacado í bakstur en það er engin þörf á því – hér setur hann punktinn yfir i-ið í bragðgóðu súkkulaðikremi.

IMG_7794-2 IMG_7800-2 IMG_7803-2

IMG_7811

 

Hollustubrownies
170 g valhnetur (eða pekanhnetur)
170 g döðlur, steinlausar
30 g hreint kakó

Súkkulaðikrem
1 avacado
3-5 msk hunang (eða agavesýróp)
30 ml kakóduft
2 tsk vanilludropar
hnífsoddur salt
hnífsoddur kanill

  1. Blandið saman hnetum,döðlum og 30 g af kakódufti í matvinnsluvél og blandið þar til deig hefur myndast.
  2. Setjið blönduna í ca. 20×20 cm stórt form hulið smjörpappír eða þá stærð sem þið kjósið – ef minna verða kökurnar að sjálfsögðu bara þykkari. Mér finnst ágætt að nota brauðform.
  3. Látið avacado, hunang, 30 g kakóduft, vanilludropa, salt og kanil og blandið þar til blandan er farin að líkjast súkkulaðikremi. Smyrjið því næst kreminu á kökuna.
  4. Setjið í frystinn í amk. 30 mínútur og skerið síðan í sneiðar.
    Skreytið með kókosflögum og jarðaberjum.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.