Veitingastaðurinn Gló og himnesk Pekanpæja

Home / Hráfæði / Veitingastaðurinn Gló og himnesk Pekanpæja

Ég hef alltaf jafn gaman að því að borða mat sem er litríkur, hollur og bragðgóður og skal því engan undra að þegar ég borða úti verður veitingastaðurinn Gló oft fyrir valinu.
Þangað fer ég Í góðum félagsskap og gæði mér á girnilegum réttum dagsins og ávallt er staðurinn þéttsetinn. Á Gló er fjölbreytnin mikil og það er vellíðan sem fylgir því að gæða sér á þeim réttum sem þar er í boði. Matur sem ég vil meina að sé góður bæði fyrir líkama og sál.

gló7              glo8

Gló býður upp á ferska rétti frá hádegi til kvölds. Á matseðli dagsins er m.a. hráfæði, grænmetisréttir, léttir kjötréttir, súpa dagsins og það sem ég hef sérstaklega heillast af er úrval af ólíkum salattegundum og meðlæti sem er bæði frumlegt, ferskt og hrikalega bragðgott. Á matseðlinum er einnig girnilegar kökur og hráfæðisdesertar.

Fastagestirnir á Gló eru orðnir margir og hefur Gló nú komið til móts við þá með því að bjóða uppá svokölluð klippikort en með því að fjárfesta í þeim fær viðskiptavinurinn 20 máltíðir með 20% afslætti, ekki slæmt það.

glo2 glo1

glo3

Gló er nú staðsett á þremur stöðum, Listhúsinu Laugardal, Strandgötu í Hafnafirði og nú síðast var Gló opnað á horni Laugarvegs og Klapparstígs.

Gló4

Solla Eiríks er orðin mörgum kunn en hún frumkvöðull í íslensku hollustufæði. Hún er þó ekki einungis þekkt fyrir gómsætu hráfæðirétti sína hér á landi, en hún var kosin besti hráfæðikokkur í heimi árin 2011 og 2012. Solla var tilnefnd í tveimur flokkum í kosningum Best of RAW, RAW Simple Chef og RAW Gourmet Chef, og vann hún fyrstu verðlaun í báðum flokkum.

Ég hafði samband við hana Sollu og bað hana um uppskrift að hennar uppáhalds eftirrétti. Hún tók vel í það og var ekki lengi að velja sitt uppáhalds og deilir hér með lesendum uppskrift af ótrúlega girnilegri Pekanpæju.

pekanpæ

Pekanpæja
Botn
3 dl kókosflögur
3 dl heslihnetur
1 dl döðlumauk (maukaðar döðlur)
4 lífrænar aprikósur, smátt saxaðar
1 tsk vanilla
1/8 tsk salt

Fylling
3 ½ dl pekanhnetur
½ dl gel úr írskum mosa (hægt að nota lecithin eða möluð chiafræ)
1 ¾ dl möndlu eða heslihnetumjólk
1 ¾ dl hlynsýróp eða önnur fljótandi sæta
2 ½ dl döðlumauk
7 lífrænar þurrkaðar aprikósur, smátt saxaðar
1 tsk vanilla
1/8 tsk salt

oná
2 ½ dl pekanhnetur – ½ gróft saxaður og ½ heilar
1 msk kókospálmasykur
1 dl granateplakjarnar
blandið saman og setja oná fyllinguna

Botn
Setjið hnetur og kókosmjöl í matvinnsluvél og malið þar til hneturnar eru orðnar frekar fínt malaðar. Bætið döðlumauki og aprikósum útí ásamt vanillu og salti, blandið þar til þetta hangir vel saman en passið að mauka þetta ekki um of. Þjappið deiginu niður í 23 cm smelluform og setjið inn í frysti á meðan þið búið til fyllinguna og kremið.

Fylling
Setjið pekanhnetur i matvinnsluvél og malið fínt. Blandið geli úr írskum mosa og möndlumjólk í blandara þar til alveg silkimjúkt og kekklaust, setjið útí matvinnsluvélina með pekanhnetunum. Bætið restinni  af uppskriftinni útí og blandið öllu vel saman. Hellið í bökubotninn og setjið inn í frysti/kæli.

O
Blandið saman og setja oná fyllinguna

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.