Oreo ostakökubitar

Home / Eftirréttir & ís / Oreo ostakökubitar

Ómótstæðilegir ostakökubitar sem gaman er að bjóða upp á í veislum og hentar sérstaklega vel með pinnamat, nú eða í eftirrétt með góðum kaffibolla. Þessir slá alltaf í gegn.

IMG_9628-2

Oreo ostakökubitar
Gerir um 40 stk.
36 oreokex
4 msk smjör
900 g rjómaostur, mjúkur
200 g sykur
230 g sýrður rjómi
1 tsk vanilludropar
4 egg

Til skreytingar
Dökkt súkkulaði
Hvítt súkkulaði

  1. Myljið 24 oreokexkökur (ath. ekki allar) vel niður t.d. í matvinnsluvél. Bræðið smjör og blandið þessu tvennu síðan vel saman. Látið kexblönduna í 23×33 cm smurt form og þrýstið vel niður.
  2. Hrærið saman rjómaost og sykur þar til það hefur blandast vel saman. Bætið sýrðum rjóma og vanillu saman við og hrærið vel. Bætið því næst eggjum, einu í einu. Hrærið þar til eggin hafa rétt blandast við deigið. Brjótið afganginn af kexkökunum gróflega niður og bætið varlega saman við deigið með sleif. Hellið síðan yfir kexbotninn og látið inn í 160°c heitan ofn í um 40 mínútur. Takið þá kökuna úr ofninum og leyfið henni að kólna alveg.
  3. Hyljið síðan með filmu eða álpappír og geymið í ísskáp í amk. 2 tíma. Skerið að lokum kökuna í litla munnbita, bræðið súkkulaðið og sprautið yfir. Setjið kökurnar á fallegan disk og skreytið með jarðaberjum.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.