Víetnömsk núðlusúpa með nautakjöti

Home / Uncategorized / Víetnömsk núðlusúpa með nautakjöti

Það er endalaust hægt að gera hin ýmsu afbrigði af góðum súpum og hér er á ferðinni súpa sem passar sérstaklega vel á þessum árstíma. Hún er meðalsterk og góð til að sporna við hinum ýmsu flensuafbrigðum sem nú geysa yfir. Þessi súpa á sér víetnamskan uppruna þar sem grunnundirstaðan er gott soð, núðlur, kjöt og kryddjurtir. Súpan er holl og seðjandi og skemmtilega einföld í gerð.

súpa2

Víetnömsk núðlusúpa með nautakjöti
Fyrir 2
1 líter af góðu nautakjötssoði
3 stk stjörnuanís
1 kanilstöng
1 rautt chilí, skorið í þunnar sneiðar
3 msk fiskisósa, t.d. Fish sauce frá Blue dragon
1 tsk sykur
3 cm engifer, skorið í þunnar sneiðar
200 g Blue dragon hrísgrjónanúðlur (má nota eggjanúðlur)
½ bakki baunaspírur
6 sveppir, skornir í sneiðar
300 g nautafillet eða lund, skorin í þunna strimla

  1. Gott að strá yfir súpuna vorlauk, ferskt kóríander og/eða myntu, salthnetur ofl. Sem hugurinn girnist.
  2. Sjóðið nautakjötssoðið upp með með chilí, anís, sveppum, fiskisósu, kanil, sykri og engifer. Leyfið súpunni að malla á meðan þið sjóðið núðlurnar skv. leiðbeiningum á pakka.
  3. Deilið núðlunum, baunaspírum og nautakjöti í tvær skálar. Hellið súpunni yfir og stráið síðan ferskum kryddjurtum, vorlauk, salthnetum eða því sem hugurinn girnist yfir allt.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.