Jólagjafahugmyndir matgæðingsins

Home / Uncategorized / Jólagjafahugmyndir matgæðingsins

Desember er mættur í allri sinni dýrð og að mínu skartar höfuðborgarsvæðið sínu fegursta og það hreinlega gæti ekki verið mikið jólalegra. Margir eflaust farnir að huga að jólunum og mögulega jólagjöfum og af því tilefni langar okkur hjá GulurRauðurGrænn&salt að koma með nokkrar hugmyndir að gjöfum sem við girnumst og henta vel bæði fyrir matgæðinga sem og fagurkera.

 

Nordal kopar hnífapör

Hnífapör
Okkur vantar þessi hnífapör í líf okkar. Ótrúlega falleg hnífapör sem fást í versluninni Snúran og setja punktinn yfir i-ið í flottu matarboði. Verð 9900 kr.

 

I Pantone tangerine tango bakki

pantone

Vörurnar gerast hvorki fallegri né jólalegri en þessi dásamlegi bakki.
Fæst í verslun Epal. Verð 6.450 kr.

 

Tefal Jamie Oliver Professional panna 20 cm

tefal

Hágæða Tefal professional panna frá meistarakokkinum Jamie Oliver.
Fæst í verslun Ormsson. Verð 8.900 kr.

 

Splash dúkur frá Ferm Living 240 cm

ferm

Þennan undurfagra dúk frá Ferm Living verðum við hreinlega að eignast.
Fæst í verslunum Hrím. Verð 14.900 kr.

 

OYOY diskamotta

diskamottur

Smart hönnun á þessum diskamottum frá OYOY. Diskamotturnar eru úr sílíkoni og er sérstaklega einfalt að þrífa. Margar tegundir af munstrum og litum í boði.
Diskamotturnar fást í versluninni Snúran. Verð 4.490, 2 stk í pakka.

 

Viðarbretti frá Meiður

bretti

Ótrúlega falleg handunnin viðarbretti hönnuð af íslenska fyrirtækinu Meiður. Brettin fást í ýmsum stærðum og gerðum en í sérstöku uppáhaldi hjá okkur er þetta fallega langa hnotubretti sem er m.a. tilvalið undir snittur. Vörurnar er hægt að panta á www.meidurdesign.com en þau fást einnig í Dúka og KRAUM. Verð frá 5.690 kr.

 

Beoplay Beolit 15 blutooth hátalarar

Beoplay Beolit 15 blotooth hátalari

Þvílík fegurð, þvílíkur hljómur. Tónlist er ómissandi þáttur í eldamennskunni og þessir Beoplay Beolit 15 hátalarar eru á óskalistanum okkar. Þetta eru hágæða bluetooth hátalarar frá Bang & Olufsen og þeir fást í verslun Bang & Olufsen í Lágmúla. Verð 85.000 kr.

 

Lentz chocolatier

lentz

Handgerðar Lentz lakkrískarmellur sem sjávarsalti. Þær bestu sem við höfum bragðað og eru tilvalin tækifærisgjöf. Fást í versluninni Snúran. Verð 1.390 kr.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.