Fylltur lambahryggur með sólþurrkuðum tómötum og fetaosti

Home / Fljótlegt / Fylltur lambahryggur með sólþurrkuðum tómötum og fetaosti

Gamli góði lambahryggurinn er ávallt dásamlegur en hér er hann í örlítið sparilegri útgáfu og skorinn í lambakórónur í kjötborðinu með hreint út sagt himneskri fyllingu.

Þessi uppskrift gerðum við fyrir tímaritið Sumarhúsið og garðinn en þar má finna fleiri girnilegar uppskriftir sem henta vel fyrir jólahátíðina. Lambakjötið er ávallt góður kostur sem hátíðamatur og það er skemmtilegt hversu mikið það er hægt að leika sér með það og svo er auðvitað kostur að hægt að fá það á viðráðanlegu verði.

Megið þið njóta vel kæru vinir.

lambahryggur

Lambahryggur með sólþurrkuðum tómötum og fetaosti
Fyrir 4-6
1 lambahryggur, skorinn í lambakórónur
1 Fetakubbur, mulinn niður
1 búnt steinselja, smátt söxuð
10 sólþurrkaðir tómatar, smátt saxaðir
1 tsk svartur pipar
2 stönglar rósmarín, fínsaxað
3 hvítlauksgeirar, pressaðir
ólífuolía
salt og pipar

  1. Látið kjötborðið skera lambahrygginn í fernt. Bæði langsum og þversum. Snyrtið bitana til. Skerið fituna frá rifbeinunum og hreinsið beinin. Við höldum hins vegar fitunnnu ofan á hryggnum til að fá góða puru.
  2. Ef þið vijið fjóra bita með rifbeinum semjið þið við kjötborðið um að fá tvo hálfa hryggi skorna þannig.
  3. Blandið steinselju og sólþurrkaða tómata saman við fetaostinn. Kryddið með pipar.
  4. Skerið meðfram miðjubeininu á hryggnum og troðið fyllingunni í – eins miklu og þið komið fyrir. Bindið saman með matarsnæri.
  5. Blandið rósmarín og hvítlauk saman við ólífuolíu og smyrjið á bitana. Saltið vel og piprið.
  6. Setjið bitana á fat og eldið við 200 gráður í um 30 mínútur.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.