Ómissandi Kornflex smákökur með súkkulaði og kókos

Home / Fljótlegt / Ómissandi Kornflex smákökur með súkkulaði og kókos

Einn hluti af jólabakstrinum felur í sér að baka þessar bragðgóðu Kornflex smákökur, þær eru ekki nýjar af nálinni en alltaf svo bragðgóðar og sérstaklega einfaldar í gerð. Það er líka svo gaman þegar krakkarnir verða sjálfstæðir í eldhúsinu og þessar geta krakkarnir auðveldlega gert þessar með lítilli aðstoð. Algjörlega þess virði að prufa.

 

IMG_5690

Kornflex smákökur
4 eggjahvítur
2 bollar púðursykur
4 bollar Kornflex
2 bollar kókosmjöl, t.d. frá Himneskri hollustu 
100 g suðusúkkulaði, t.d. frá Nóa og Síríus
1 tsk af vanilludropum.

  1. Byrjið á að þeyta saman eggjahvítur og púðursykur.
  2. Blandið Kornflexi og kókosmjöli varlega saman við með sleif ásamt suðusúkkulaði og vanilludropum.
  3. Setjið síðan með teskeið á plötu klædda bökurnarpappír í smá toppa. Bakið í 150°c heitum ofni í um 15 mín.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.