Gerbollur með vanilluís og Pipp karamelluglassúr

Home / Kökur & smákökur / Gerbollur með vanilluís og Pipp karamelluglassúr

Ómótstæðilegar gerbollur fyrir bolludaginn með vanilluís og Pipp karamelluglassúr…

karamella

Gerbollur með vanilluís og karamelluglassúr
15-18 stk
100 g smjörlíki
3 dl mjólk
50 g þurrger
1 egg
75 g sykur
1 tsk salt
500 g hveiti
1 tsk kardimommudropar

  1. Bræðið smjör og mjólk saman. Þegar blandan er fingurvolg bætið þá þurrgerinu saman við. Setjið egg, sykur og salt saman við blönduna og hrærið. Bætið því næst hveiti og kardimommudropum og hnoðið lítillega. Látið deigið hefa sig í um 30-40 mínútur eða þar til deigið hefur tvöfaldast í stærð.
  2. Mótið litla bollur úr deiginu og setjið á ofnplötu með smjörpappír. Látið hefast í um 15 mínútur. Penslið því næst bollurnar með eggi og bakið við 225°c heitan ofn í um 7-8 mínútur.

Fylling
1 krukka jarðaberjasulta eða Nizza hnetusmjör
1 líter vanilluís
150 g karamellukurl frá Nóa Síríus

Karamelluglassúr
100 g Pipp með karamellufyllingu frá Nóa Síríus
4 msk rjómi

  1. Skerið bollurnar í tvennt og smyrjið jarðaberjasultu á neðri hluta bollunnar. Setjið svo eina kúlu af vanilluís á bolluna látið efri hluta bollunar yfir ísinn.
  2. Gerið karamelluglassúrinn með því að láta Pipp karamellusúkkulaði og rjóma saman í skál og bræðið þetta yfir vatnsbaði. Hrærið vel í þar til þetta hefur blandast vel saman. Látið karamelluglassúrinn leka yfir bollurnar og stráið karamellukurli yfir.

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.