Sumarlegar sítrónubollakökur “vegan style”

Home / eggjalaust / Sumarlegar sítrónubollakökur “vegan style”

Það er alltaf eitthvað sumarlegt og ferskt við sítrónukökur og þessar ljúffengu bollakökur svíkja engan. Þessar girnilegu kökur koma frá snillinginum henni Önnu Rut en þær eru bæði mjólkur og eggjalausar og teljast því vegan.

bollakaka

Girnilegar sítrónubollakökur

 

Sumarlegar sítrónu bollakökur
1 1/3 bolli hveiti
½ tsk lyftiduft
¾ tsk matarsódi
¼ tsk salt
¼ bolli olía
2/3 bolli sykur
1 bolli mjólk, ég nota Koko kókosmjólk (er svipuð og mjólk)
1 tsk vanilludropar
¼ bolli sítrónusafi
1 msk sítrónubörkur

Krem
100 g smjöríki (eða smjör)
4 msk mjólk að eigin vali
2 bollar flórsykur
1 msk sítrónusafi
1-2 dropar af sítrónudropum

  1. Hitið ofninn í 180°C
  2. Setjið hveitið, lyftiduftið, matarsódann og saltið í skál og blandið saman.
  3. Hrærið síðan saman í annari skál olíunni, sykrinum, mjólkinni, vanillunni, sítrónusafa og berki.
  4. Hellið þurrefnunum út í þau blautu í smá skömmtum og blandið þar til deigið er mjúkt og samfellt.
  5. Setjið deigið í muffinsform og fyllið þau ekki meira en 2/3.
  6. Bakið í 17- 20 mínútur
  7. Leyfið kökunum að kólna alveg áður en kremið er sett á
  8. Til að búa til kremið þeytið þið smjörlíkið vel, bætið síðan öðrum innihaldsefnum út í. Þeytið allt vel saman þar til kremið er orðið dúnmjúkt og loftkennt. Smakkið kremið síðan til og bætið í meiri sítrónusafa eða dropum ef ykkur finnst vanta.

Sprautið kreminu á kaldar kökurnar og skreytið að vild.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.