Tryllt bananakaka með súkkulaðibitum

Home / Fljótlegt / Tryllt bananakaka með súkkulaðibitum

Þessi dásemdar bananakaka er ein sú allra auðveldasta og reyndar það auðveld að börn geta auðveldlega spreytt sig í eldhúsinu meðan foreldrarnir taka því rólega (snilld eða snilld?). Hún er í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni og fær okkar bestu meðmæli. Það er misjafnt hvernig form ég nota undir hana, stundum hringlaga, ferkantað eða brauðform, allt eftir stemmningunni hverju sinni, en athugið þá bara að bökunartíminn breytist örlítið. Hvort heldur sem er að þá er þessi algjört yndi.

IMG_2520

Hér má sjá súkkulaðið renna úr nýbakaðri bananakökunni…

Bananakaka með súkkulaðibitum
2 dl sykur
2 tsk vanillusykur
3 egg
2 dl hveiti
1 tsk lyftiduft
100 g smjör, mjúkt
2 bananar, stappaðir
100 g suðusúkkulaði, t.d. frá Nóa Síríus

  1. Þeytið sykur, vanillusykur og egg saman með gaffli þar til blandan er orðin létt í sér.
  2. Blandið þá hveiti og lyftidufti út í og hnoðið síðan smjörið saman við.
  3. Bætið stöppuðum bönunum og söxuðu súkkulaðinu að lokum saman við allt.
  4. Setjið því næst deigið í form og bakið við 175°c í um 50 mínútur. Stingið prjóni í miðju kökunnar til að athuga hvort hún sé fullbökuð.

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.