Kornflexmarengs með ávaxta og makkarónurjóma

Home / Fljótlegt / Kornflexmarengs með ávaxta og makkarónurjóma

Frábær Kornflexmarengs með ávaxta og makkarónurjóma sem slær alltaf í gegn!

img_4741

Algjört namminamm!

Kornflexmarengskaka með makkarónurjóma 
Botnar
200 g sykur
50-60 g Kellogg’s Kornflex
4 eggahvítur
1 tsk lyftiduft

Makkarónurjómi
8 makkarónukökur, muldar
100 g Nóa Síríus suðusúkkulaði
fersk ber að eigin vali (jarðaber, vínber, hindber ofl)
500 ml rjómi, þeyttur

Súkkulaðikrem
100 g Nóa Síríus suðusúkkulaði
2 eggarauður
1 dl rjómi, óþeyttur

  1. Gerið botnana með því að stífþeyta eggjahvítur og sykur. Bætið lyftidufti og Kornflexi varlega saman við. Setjið í tvö lausbotna form með bökunarpappír. Bakað í 160°c heitum ofni í um 50 mínútur.
  2. Blandið saman þeyttum rjóma, ávöxtum og makkarónukökunum ásamt suðusúkkulaði og setjið á milli botnanna.
  3. Gerið kremið með því að þeyta eggjarauður þar til þær eru orðnar léttar og ljósar. Bræðið suðusúkkulaðið og hrærið varlega saman við og að lokum rjómann. Látið kremið standa í ísskáp í smá stund svo það leki ekki út um allt. Skreytið kökuna með ferskum ávöxtum og njótið vel (mikilvægt).

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.